Þyrla LHG sækir slasaða konu norður af Hveragerði

Miðvikudagur 17. Júní 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl 16:35 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð Lögreglunnar um að þyrla yrði kölluð út til að sækja slasaða konu í Reykjadal skammt norður af Hveragerði. Var þá búið að kalla út Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Hveragerði, á Selfossi og Eyrabakka einnig var lögregla á leið á staðinn.

Björgunarsveitir og lögregla komu á slysstaðinn og kannað var ástand hinnar slösuðu, nauðsynlegt var talið að hún yrði flutt með þyrlu á sjúkrahús.

Fór þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið kl. 16:02 og lenti rétt við slysstaðinn var hin slasaða þá flutt á hífingabörur þyrlunnar. Lent var við Borgarspítala kl. 17:40, var þyrlan komin að flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 17:53.


170609/HBS