Löggæslu- og umferðareftirlit úr lofti

Mánudagur 6. júlí 2009

Lögreglan og Landhelgisgæslan vinna í sumar saman að löggæslu og umferðareftirliti úr lofti. Fylgst er með ökumönnum á þjóðvegum landsins sem og í óbyggðum. Um helgina var farið í tvö eftirlitsflug, fyrst austur á bóginn þar sem flogið var á Hvolsvöll og þjóðvegi 1 fylgt austur fyrir Vík að Hjörleifshöfða þar sem þyrlan lenti og framkvæmdar voru radarmælingar. Í seinna fluginu var þjóðvegi 1 fylgt að Hvammstanga og þaðan flogið yfir að Hólmavík. Var þjóðvegi 1 fylgt frá Hólmavík til Reykjavíkur. Lent var í Norðurárdal til radarmælinga.

Höfð voru afskipti af sex ökumönnum í allt en að öðru leyti voru ökumenn til fyrirmyndar. Sjá frétt á vef lögreglunnar um aukið umferðareftirlit.

Umferdareftirlit2

Smellið á myndina til að sjá myndasyrpu sem tekin var af Degi Gunnarssyni, blaðamanni mbl.is sem vinnur að forvarnaþætti um þjóðvegaeftirlit.

060709/HBS