Þyrlur LHG kallaðar til aðstoðar vegna brunans í Valhöll
Föstudagur 10. júlí 2009
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaður til aðstoðar vegna brunans í Valhöll á Þingvöllum. TF-GNA flaug með slökkviliðsmenn á Þingvelli og er nú á leið tilbaka en TF-LIF er á leið á Þingvelli með svokallaða slökkvifötu sem er hengd neðan í þyrluna. Þyrlan verður í viðbragðsstöðu á staðnum ef eldur læsist í gróður á svæðinu.
Slökkvifötu er dýft í vatn og þannig fyllt, skjólan er tæmd með því að rafknúinn loki í botni hennar er opnaður og vatnið streymir út. Hámarksburðargeta skjólunnar er um 2100 kg en hægt er að minnka og auka vatnsmagnið í fjórum þrepum frá tæplega 1500 kg upp í fyrrnefnd 2100 kg. Slökkvifata þyrlunnar er mikilvægt verkfæri við að ráða niðurlögum elda á svæðum sem farartæki slökkviliðsins geta ekki af einhverjum ástæðum nálgast.
Myndir frá æfingu í notkun slökkviskjólu
100709/HBS