Ægir við gæslu- og eftirlit á vestur- og norðurmiðum

Fimmtudagur 20. Ágúst 2009

Varðskipið Ægir kom til hafnar í Reykjavík sl. föstudag eftir tveggja vikna eftirlit- og gæslu á vestur- og norðurmiðum að Eyjafirði. Farið var til eftirlits um borð í sextán skip og báta innan íslensku efnahagslögsögunnar og voru í kjölfarið gefnar út þrjár kærur og sex áminningar. Voru einnig gefnar út tvær skyndilokanir í samráði við vakthafandi fiskifræðing Hafrannsóknarstofnunar. Ferðin var einnig notuð til æfinga og þjálfunar með og án þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Myndir_vardskipstur_029

Við eftirlit. Mynd LHG

200809/HBS