Yfirgnæfandi líkur á að flakið sé Alexander Hamilton

Miðvikudagur 2. september 2009

Landhelgisgæslan telur yfirgnæfandi líkur á að flak bandaríska varðskipsins Alexander Hamilton sé fundið á hafsbotni norðvestan við Faxaflóa eða á Búðagrunni. Við eftirlitsflug TF-Sifjar greindi búnaður vélarinnar olíuflekk á stað; 64°25-23°03 W sem lá 5,6 sml til NV, greinilegt var að upptök mengunarinnar voru á hafsbotni.

Á mánudag gerði Landhelgisgæslan út leiðangur í samstarfi við fyrirtækin Hafmynd Gavia og köfunarþjónustu Árna Kópssonar til að auðkenna flakið, notast var við fjarstýrðan kafbát og neðansjávarmyndavél.

Fyrirliggjandi voru gögn úr fjölgeislamæli sjómælingabátsins Baldurs sem sýndu þúst á hafsbotninum á um 90 m dýpi, 8 m háa, 97 m langa og 13 m breiða. Sást á myndunum móta fyrir palli bakborða og skorsteini miðskips sem líkist myndum sem til eru af Alexander Hamiliton. Sónarmyndir úr kafbáti sýna að skipið virðist liggja á hliðinni og er á skrokknum fyrir miðju gat sem virðist vera vegna tundurskeytis en þýskur kafbátur sökkti Alexander Hamilton með tundurskeyti þann 29. janúar árið 1942. Um borð í skipinu voru 213 af þeim fórust 26. (Vígdrekar og vopnagnýr – Hvalfjörður og þáttur Íslands í orrustunni um Atlantshaf , 1999, Friðþór Eydal).

Engar heimildir eru til í flakaskrá sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar um flak á þessum slóðum en árið 2002 kom tundurdufl í troll togskipsins Fróða ÁR í nálægð við þennan stað. Grunsemdir vöknuðu að um bandaríska varðskipið Alexander Hamilton gæti verið að ræða þegar farið var að rannsaka málið þar sem skipið var af svipaðri stærð og skipsflakið og var með tvær skrúfur eins og sáust í neðansjávarmyndavél. Eftir er að vinna nánar úr gögnum sem safnað var í leiðangrinum og verða þær birtar þegar niðurstaða hefur fengist.

Nánar í fréttum LHG frá 19. ágúst 2009.

Flak_sonar

Sónarmynd af flakinu

AHam_Intaks_rist

Inntaksrist skipsins. Sjá myndskeið.

AHam_SkrufaBB

Skrúfan bakborða

AHAM_Skrufa_Stb
Skrúfan stjórnborða

AHam_Skrufubun_festingar

Skrúfubúnaður á mynd frá bandarísku strandgæslunni

AHam_Skrufu_lega

Skrúfulega

AHam_327GeneralPlansMainDeck

Teikning af varðskipinu Alexander Hamilton og sex systurskipum þess

AHam_327GeneralPlansProfile

Sneiðmynd af varðskipinu Alexander Hamilton og sex systurskipum þess

Flak_batar

Fjarstýrður kafbátur settur af stað

Flak_skjair

Fylgst með neðansjávarmyndavél

020909/HBS