Hjúkrunarfræðingar í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni

Miðvikudagur 9. September 2009

Hópur hjúkrunarfræðinga í sérnámi bráða- og gjörgæsluhjúkrunar kynntu sér starfsemi Stjórnstöðvar og Flugdeildar Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar, Fjarskiptamiðstöðvar og Samhæfingarmiðstöðvar í gær. Hófst heimsóknin í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð en lauk í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem yfirstýrimaður og yfirflugstjóri þyrlu Landhelgisgæslunnar spjölluðu við hjúkrunarfræðingana sem voru ánægðar með gagnlega heimsókn.

Fyrir hjúkrunarfræðinga er nauðsynlegt að þekkja hvað gerist á leið sjúklinga frá slysstað og inn á bráða- og gjörgæsludeildir sjúkrahúsa landsins en þær koma frá sjúkrahúsum víðs vegar um landið, má þar nefna Akureyri, Húsavík, Akranes, Keflavík og frá höfuðborgarsvæðinu.

Hjukrfr_1

Ásgrímur L. Ásgrímsson yfirmaður stjórnstöðvar LHG/vaktstöðvar siglinga
kynnir starfsemi stjórnstöðvar

Hjukrheims_2

Thorben J. Lund, yfirstýrimaður kynnir flugflota og búnað flugdeildar LHG.

Hjukrheims_3
Kynning á Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð

090909/HBS