Lögreglan tekur þátt í æfingum á varðskipi

  • LHS_4

Mánudagur 21. September 2009

Átján menn úr umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu fyrir skömmu í heimsókn um borð í varðskipið TÝR. Lögreglumenninir sem ekki eru að öllu jöfnu vanir að vera úti á sjó, tóku þátt í æfingum um borð á starfsdegi umferðardeildarinnar.

Meðal annars var æfð notkun og meðferð á björgunarbúningum, björgunarhring, Markúsarnetinu, Björgvinsbeltinu og ekki síst að bjarga sér um borð í gúmmíbjörgunarbát. Í loki æfingarinnar voru þeir hífðir um borð í TF-LÍF sem flutti þá á þurrt land.

Það er alltaf ánægjulegt þegar samstarfsmenn koma í heimsókn, enda hefur ávallt verið mikil og góða samvinna á milli lögreglunnar á landi og lögreglunnar á sjó, það er Landhelgisgæslunnar.

LHS_1

LHS_2

Lögreglumanni bjargað með markúsarnet, áhugasamir fylgjast með.

LHS_3

Kennd rétta aðferðin við að stökkva í sjóinn.

LHS_6

Á ekki að bjarga okkur?

LHS7

Æfing í meðferð og stjórntök á léttbátum.

LHS_4

Umferðardeildin hífð um borð í TF-LÍF og flutti á þurrt land.

Myndasmiðir: TÝS-menn.

210909/HBS