Aðalfundur North Atlantic Coast Guard Forum á Akureyri.

Miðvikudagur 29. September 2009

Í morgun hófst árlegur fundur strandgæslna og sjóherja tuttugu þjóða á N-Atlantshafi - North Atlantic Coast Guard Forum Summit þar sem 80 manns frá Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada, ásamt sautján Evrópuþjóðum koma saman og ræða málefni tengd öryggi- , eftirliti og og björgunarmálum á Norður-Atlantshafi.

NACGF_Georg

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar bauð fundargesti velkomna og ræddi mikilvægi samtakanna og nauðsyn samvinnu og upplýsingaskipta í stefnumálum samtakanna sem eru öryggismál á hafinu, smygl eiturlyfja, ólöglegir innflytjendur, fiskveiðieftirlit, leit og björgun auk tæknisamvinnu.

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra tók þá til máls og lýsti fundinn formlega settann. Ræddi hún breytingar þær sem við stöndum frammi fyrir við hlýnun loftslags og opnun siglingaleiða um Norður-Atlantshafið. Fyrir Ísland sé gríðarlega mikilvægt að taka þátt í samvinnu á þessum vettvangi og æfa sameiginleg viðbrögð við þeim hættum sem geta skapast á svæðinu.

Fulltrúar dóms- og kirkjumálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Ríkislögreglustjóra, Varnarmálastofnunar og Umhverfisstofnunar sitja fundinn og eru það stofnanir sem með einum eða öðrum hætti koma að þeim málefnum er til umræðu innan samtakanna.

NACGF_summit1
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra og Halldór Nellett, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
Landhelgisgæslunnar.

NACGFSummit2

Fulltrúar Hollands og Frakklands á fundinum.

NACGF_Icebr

Frá móttöku í flugsafninu á Akureyri.

NACGF_Flugvel
TF-SIF flýgur yfir varðskipin þrjú, íslenska Tý, norska Andenes og
danska Hvítabjörninn sem voru öll í Akureyrarhöfn við komuna til Akureyrar.

290909/HBS