Nýtt kort af Húnaflóa útkomið hjá Sjómælingum

Miðvikudagur 7. október 2009

Hjá sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar eru komin út ný sjókort. Þau eru sjókort nr. 53 af innanverðum Húnaflóa sem kemur í stað tveggja eldri korta sem höfðu númerinn 53 og 54. Gömlu kortin voru á viðmiðum (datum) Reykjavík 1900 en kortum fer fækkandi sem enn eru á þeirri viðmiðun. Flest íslensk sjókort eru nú komin á WGS-84 viðmiðun.

Þau kort sem enn eru á Reykjavík viðmiðun eru kortin af Breiðafirði, nr. 42, 44 og 420.

Einnig kom út sjókort nr. 63 (Rifstangi – Digranes) á rafrænu formi (ENC) á síðasliðinn föstudag.
Hunafloi_K53_smatt1

Nýtt kort nr. 53

Kort54
Eldra kort nr. 54 sem nú hefur verið sameinað korti nr. 53.

Kort53
Eldri útgáfa af korti nr. 53071009/HBS