TF-Sif flýgur yfir Vestfirði, greinir hafís 77 sml frá landi

Miðvikudagur 7. október 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði í dag samband við siglingaumferðarmiðstöðina í Vardö í Norður Noregi og bað um að olíuskipum á leið frá Rússlandi til Bandaríkjanna yrði eindregið vísað frá því að sigla um hafsvæðið milli Íslands og Grænlands vegna hafíss sem vart hefur orðið við á svæðinu. Er þeim tilmælum beind til skipa að sigla SA-við landið á leið til Bandaríkjanna.

Sif, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið í gær. Þrettán ísjakar sáust út af Vestfjörðum í eftirlitsbúnaði vélarinnar, voru þeir næst landi 77 sml. VNV- af Bjargi. Líklegt er að minni jakar séu á svæðinu sem geta verið varasamir skipum.

Frá því fyrir helgi hefur stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga borist nokkrar tilkynningar um hafís frá skipum á svæðinu. Hafístilkynningar eru sendar út eftir því sem þær berast, einnig eru þær lesnar upp í fjarskiptabúnaði stöðvarinnar svo skip á svæðinu eiga að vera meðvituð um þá hættu sem getur verið fyrir hendi. Ísjakar sem skip hafa séð undanfarna daga undan Vestfjörðum hafa ekki komið fram á gervitungamyndum en geta engu að síður verið hættulegir skipum því einungis 1/10 af þeim er ofansjávar.

Myndir úr eftirlitsbúnaði Sifjar;
Myndskeið af Rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni.

Hafis_kort

Fjólubláu punktarnir eru ísjakar. Á kortinu má sjá fjarlægðir frá Látrabjargi og Straumnesi

Hafis_RannsArniFridr

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur sjó milli jaka.
TF-SIF hafði samband við skipið og upplýsti um ísjaka á svæðinu.

Hafis2

10% af jakanum er ofansjávar. Ísjakinn hér fyrir ofan er ca. 75-80 metra hár.

 Hafis1


071009/HBS