Þyrla sækir slasaðan mann í Jökulheima

12. október 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gærmorgun beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar maður í jeppaferð með Flugbjörgunarsveitinni slasaðist í Jökulheimum. Fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA í loftið kl. 10:21, lent var við skálann í Jökulheimum kl. 11:21 þar sem læknir seig niður ásamt stýrimanni, skoðaði og undirbjó hinn slasaða undir flutning.

Ferðafélagar mannsins sem tóku á móti þyrlunni voru mjög fagmannlegir og fóru rétt að við móttöku á þyrlunni. Var maður stabíll í fluginu til Reykjavíkur. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 12:22.

TF-GNA

121009/HBS