Tólf japönsk túnfiskveiðiskip rétt utan lögsögunnar

Þriðjudagur 13. Október 2009

Í eftirlits- og gæsluflugi Landhelgisgæslunnar á TF-Sif, sem farið var í gærkvöldi og nótt sáust 12 japönsk túnfiskveiðiskip að veiðum rétt utan íslensku efnahagslögsögunnar sem dreifðust frá 17. – 25 lengdargráðu.

Ekki eru leyfðar túnfiskveiðar innan íslensku lögsögunnar en samkvæmt heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins var ákveðið að veiðiheimildir Íslands fyrir árið 2009 úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks yrðu geymdar og fluttar óskertar til ársins 2011.

Tunfiskskip_kort

Svarti punkturinn sýnir staðsetningu skipanna

131009/HBS