Eistlendingar kynna sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið

  • Eistland2

Fulltrúar frá sjávarútvegsráðuneyti Eistlands heimsóttu Landhelgisgæsluna í morgun og var þeim kynnt starfsemi Landhelgisgæslunnar. Eru þeir staddir hér á landi til að kynna sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og stofnanir sem því tengjast.

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti hópnum ásamt Halldóri Nellett, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs, Gylfa Geirssyni forstöðumanni fjarskiptaþróunar og Ásgrími L. Ásgrímssyni yfirmanni vaktstöðvar siglinga/stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Einnig heimsótti hópurinn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, LÍU og fleiri aðila innan fiskiðnaðarins. 

Eistland Sjavarutvegsraduneyti

Fulltrúar sjávarútvegsráðuneytis Eistlands ásamt Gylfa Geirssyni forstöðumanni fjarskiptaþróunar,  Georg Kr. Lárussyni forstjóri Landhelgisgæslunnar og Halldóri Nellett, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs,