Útkall þyrlu vegna manna í sjálfheldu á Þverárbrekkuhnjúk í Öxnadal

Þriðjudagur 1. desember 2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sunnudagskvöld kl. kl. 23:05 þegar stjórnstöð barst beiðni um aðstoð við að flytja flytja björgunarsveitarmenn frá Akureyri og upp á Þverárbrekkuhnjúk í Öxnadal þar sem fjórir menn voru í sjálfheldu. Voru þeir staddir í klettabelti sem er í 900 m hæð.

Skömmu síðar var útkallið sett á bið en um var að ræða fjóra björgunarsveitarmenn sem höfðu verið við æfingar ásamt lögreglunni og virtust þeir vera að mjaka sér niður. Um miðnætti var aftur haft samband og beðið um að þyrlan færi af stað norður í land þar sem óvissa ríkti um afdrif afdrif mannanna. Farið var í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 00.15. Þegar þyrlan átti eftir um tíu mínútna flug á staðinn, eða kl. 01:20 var útkallið afturkallað af lögreglu þar sem mennirnir höfðu komist heilu og höldnu niður. Var þá þyrlunni snúið við og flogið til Reykjavíkur þar sem hún lenti kl. 02:13.

TFLIF_2009