Gleðilegt nýtt ár - myndasyrpa frá viðburðarríku ári í starfsemi Landhelgisgæslu Íslands.

Starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands óska samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka ánægjulegt samstarf á nýliðnu ári.

Hér má sjá margvíslegar myndir úr fjölbreyttu starfi Landhelgisgæslunnar á árinu 2009.

skuta_vardskip1

Varðskipið Týr stöðvaði för seglskútu djúpt út af SA-landi vegna gruns um
stórfellt fíkniefnabrot þann 20. apríl 2009

Sersv_siga_vsAegir

Sameiginleg aðgerð lögreglu og Landhelgisgæslu þann 20. apríl.
Sérsveitarmenn síga um borð í varðskipið

SoleyStrand1
Togarinn Sóley Sigurjóns strandar í innsiglingunni í Sandgerði þann 4. júní.
Varðskipið Týr dregur togarann af strandstað.

TF-LIF.Langjokull
Á árinu fóru þyrlur Landhelgisgæslunnar í fjöldamörg útköll á jökla landsins. Nauðsynlegt er fyrir þyrluáhafnir að vera í góðri þjálfun og viðbúnar
öllum þeim aðstæðum sem upp geta komið.

TYR_Smuga_1
Varðskipsmenn fara til eftirlits í Síldarsmugunni í júní 2009.
Mynd Jón Kr. Friðgeirsson

Sif_eftirlitsbunaður
Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimaður greinir skip að ólöglegum veiðum
innan lögsögunnar með eftirlitsbúnaði Sifjar. Mynd AS

NACGF_Formannsskipti_Akureyri

Í október afhenti Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar formennsku
í samtökunum NACGF yfir til Noregs eftir vel heppnaðan fund. North Atlantic
Coast Guard Forum eru samtök 20 strandgæslustofnana og sjóherja við Norður-Atlantshaf. Stefnumál samtakanna eru unninn innan sjö vinnuhópa sem fjalla um öryggismál á hafinu, smygl eiturlyfja, ólöglega innflytjendur, fiskveiðieftirlit, leit og
björgun og tæknibúnað innan strandgæslustofnana. Ísland gengdi formennsku
innan samtakanna í eitt ár frá 2008-2009. Mynd AS


Qavak7
Varðskipið Ægir dregur grænlenska togskipið Qavak til Reykjavíkur en skipið
varð vélarvana í október 2009 um 200 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi
með fjóra menn í áhöfn. Mynd GSV

Bjorgun_TFLIF
Sjúklingur sóttur um borð í skemmtiferðaskip í september. Mynd GSV

Baldur_2074.__7._agust_2007

Í ágústmánuði stóð Baldur, eftirlits- og sjómælingabátur Landhelgisgæslunnar handfærabát að meintum ólöglegum veiðum í skyndilokunarhólfi. Var bátnum vísað til hafnar. Samkvæmt skipstjóra Baldurs höfðu mælingar þeirra sl. viku leitt til þriggja skyndilokanir en þeir hafa farið um borð í tuttugu og einn bát í samvinnu við starfsmenn Fiskistofu sem voru með þeim í för. Mynd JPA.

Slokkvinamsk_LHG_SHS_03122007_eldur1
Sameiginleg þjálfun Landhelgisgæslunnar og slökkviliðsins. Mynd GSV


TYRslokkvibun2
Sameiginleg æfing Íslendinga og Dana í mars 2009.
Mynd JKF

TF_LIF_naetursjonauki
Líf á leið í útkall haustið 2009. Mynd tekin í gegn um nætursjónauka en þeir
hafa þann eiginleika að magna margfalt upp alla birtu. Þegar horft er í gegn um þá í myrkri er það svipað og sjá í dagsbirtu. Sjá má minnstu ljóstýru langar leiðir.
Þetta gerir þyrluáhöfnum kleift að fljúga við aðstæður sem annars væru óhugsandi.


Nordurjokull_sig170609
Þyrla sækir slasaðan mann í Jökulheima í október 2009. Mynd flugáhofn

Bold_Mercy_stjstod2009
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga hefur samband við
olíuflutningaskip sem ekki hefur tilkynnt ferðir sínar innan lögsögunnar.
Grannt er fylgst með flutningaskipum í eftirlitsbúnaði stjórnstöðvarinnar
enda oft á tíðum afar viðkvæmur farmur sem myndi valda miklum skaða
ef eitthvað færi úrskeiðis.

AtlasVoy1
Olíuflutningaskipið Atlas Voyager á siglingu frá Rússlandi til Bandaríkjanna:
Mynd vesseltracking.com




Thorlhofn_tunddufl3

Sprengjusveit gerir tundurdufl óvirkt sem fannst í fjörunni við Þorlákshöfn
í mars 2009. Mynd EOD

Sprengjuleit1
Sprengjuleit - NATO æfingin Northern Challenge sem haldin var á fyrrum svæði
varnarliðsins í september 2009. Þess má geta að sérfræðingur sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar var í apríl verðlaunaður fyrir framúrskarandi frammistöðu í yfirgripsmikilli NATO æfingu sem haldin var samtímis á fimm stöðum í Evrópu. Tólf þátttakendur af þrjú hundruð talsins hlutu verðlaunin, sem voru afhent formlega af Brigadier General Scott D.West sem er CO (Chief of staff) fyrir Joint Warefare Centre (JWC) NATO. Mynd Delsey.

NC_buningur0

Umferdareftirlit_LHG_Logr040808
Umferðareftirlit með lögreglu

Slokkviskjola_TFLIF
Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaður til aðstoðar vegna brunans í Valhöll á Þingvöllum þann 10. júlí 2009. Á myndinni má sjá Líf þar sem æfð var notkun slökkviskjólunnar með slökkviliði Borgarbyggðar.

Nordurjokull_sig170609_3
Björgun úr jökulsprungu í júní 2009

lhg_undanfarar_02
Frá reglulegri jöklaæfingu með undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Fær björgunarsveitarfólk þjálfun í mótttöku þyrlu og áhöfn þyrlu þjálfun í notkun snjóflóðáýlis, snjóflóðaleitarstanga, ísaxabremsa, notkun mannbrodda og
sitthvað fleira tengt fjallamennsku.Myndir Helgi og Sveinn, SL.

Des2009_NyttFlatey

Sjómælingasvið gefur á hverju ári út tugi sjókorta. Ísland er aðili að alþjóðlegum samtökum sjómælingastofnana, International Hydrographic Organization (IHO) en aðildaríkin eru nú 76. IHO sendir frá sér staðla og er þeim fylgt við gerð íslenskra sjókorta. Samkvæmt samkomulagi aðildarríkja eru gefin út alþjóðleg sjókort sem kölluð eru INT kort og gefur Ísland út 11 slík sjókort. Myndin sýnir nýtt kort af Flatey sem kom
út í desember 2009.


Kristbj5_Eir
Sjúklingur sóttur um borð í togara

TF-GNA
Í febrúar var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna sprengingar sem
varð í kartöfluverksmiðju í Þykkvabæ. Staðfest var að tveir einstaklingar
væru alvarlega slasaðir. Mynd GSV

Sjúkraflug Gnár í Sebastes M. 170807
Sjúkraflug um borð í erlendan togara

lhg_danfarar_04
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út þann 28. mars vegna konu sem
slasaðist við fjallagöngu í Skessuhorni. Var hin slasaða flutt af björgunar-
sveitarfólki Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á börum niður þverhníft bjarg
að snjóbíl sem síðan flutti hana að stað þar sem hægt var að síga niður
og flytja um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mynd SL.

Myndir_vardskipstur_035
Varðskipsmenn fara til eftirlits. Mynd AS

Myndir_vardskipstur_004
Farið yfir veiðarfæri og annan búnað og réttindi um borð. Mynd AS

TYR_5_Sjukl_fluttur
Í febrúar  var haldin á Reyðarfirði, sameiginleg eldvarnar- og reykköfunaræfing Landhelgisgæslunnar og slökkviliðs Fjarðarbyggðar. Einnig tóku þátt tveir
leiðbeinendur frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Mynd Týr


Knud_Ras2_aefing

Áhöfn danska varðskipsins Knud Rasmussen æfir með Landhelgisgæslunni.
Reglulega eru haldnar æfingar með varðskipum nágrannaþjóðanna.

Aberdeen_thyrluahofn
Þyrluáhafnir þurfa reglulega að fara í margskonar þjálfun vegna starfa sinna.
Á myndinni sést þjálfun í flughermi þar sem flugmenn æfa björgun úr þyrlu
sem lent hefur í sjó eða vatni "helicopter underwater escape training".
Mynd AS


Kofun
Unnið að köfun. Mynd LHG

Kofun_Gardskaga5
Við leit að flaki á Garðskaga í nóvember 2009.
Kafarar Landhelgisgæslunnar síga í sjóinn. Mynd GSV

AH_nedansjavarmyndavel
Unnið að rannsóknum neðansjávar í september. Við leit að flaki bandaríska varðskipsins Alexander Hamilton . Mynd AS

AHam_Intaks_rist
Frá djúpköfun við Alexander Hamilton, inntaksrist skipsins

Hafis2
Eftirlitsbúnaður Sifjar greinir hafís á Vestfjörðum í október. 2009 
Skipum á svæðinu og Veðurstofu Íslands gert viðvart

Skyndihjalp_Studtaeki
Skyndihjálparnámskeið starfsmanna Landhelgisgæslunnar haustið 2009

LHS_4

Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom í heimsókn um borð í varðskipið Tý. Lögreglumenninir tóku þátt í æfingum um borð á starfsdegi umferðardeildarinnar.

LIF_borur
Undirbúinn flutningur slasaðra

SorenGade_koma
Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur átti viðræður við Georg Kr. Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar og starfsmenn hennar meðan á opinberri heimsókn hans stóð á Íslandi í mars mánuði. Ræddu þeir samstarf ríkjanna á sviði öryggis- og björgunarmála. Í janúar 2007 var undirritað samkomulag  um nánara samstarf milli Landhelgisgæslunnar og danska flotans er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður- Atlantshafi. Það samkomulag hefur styrkt sambandið milli þessara tveggja aðila og telur Gade það grundvöll fyrir enn frekari samvinnu í náinni framtíð.
Landhelgisgæslan fékk heimsóknir  fjölmargra samstarfsaðila frá nágrannaþjóðum
á árinu, má þar nefna fulltrúa norsku og strandgæslunnar, danska flotans, bandarísku strandgæslunnar, varnarmálafulltrúa Breta, Frakklands og Ítalíu, sendiherra Breta, sendiherra Danmerkur, sendiherra Frakklands, sjávarútvegsnefnd Evrópu
þingsins auk hóps sprengjusérfræðinga NATO. Mynd AS

Olia_SLAR
Við eftirlits- og æfingaflug TF-Sifjar flugvélar Landhelgisgæslunnar í júlí
sást olíumengun á Faxaflóa með tækjabúnaði eftirlitsflugvélarinnar sem
kallast „Side Looking Radar“ ( SLAR). Gerir búnaðurinn vélinni kleift að
staðsetja mengun, greina hvers eðlis mengunin er, stærð svæðisins,
þykkt olíunnar og magn.

Tyr_Harstad_aefing2

Æfð notkun mengunarvarnabúnaðar

NACGF_Flugvel

Eftirlitsflugvélin Sif undirbýr lendingu á Akureyri í október 2009. Mynd AS

Sig_þrídrangar
Sigið úr þyrlu í Þrídranga. Mynd AS

Isklifurkonur_TFLIF_lendir

Stjórnstöð LHG fékk mars mánuði tvær skoskar stúlkur í heimsókn, var
önnur þeirra í hópi sem bjargað var á Grænlandi þann 9. júní 2007
af Líf, þyrlu LHG. Vildu stúlkurnar koma innilegu þakklæti til áhafnarinnar.

Stjornstod2
Í mars mánuði  urðu Mjófirðingar símsambandslausir þegar kom upp bilun
í örbylgjukerfi Mílu á Austurlandi. Myndin sýnir varðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem voru  tengiliðir Mjófirðinga við umheiminn þegar
þeir báðu um að halda sambandi með talstöð sem staðsett er í báti á Mjóafirði.
Erfitt var að komast til viðgerðar vegna óveðurs á svæðinu. Var þetta skýrt dæmi
um að nauðsynlegt er að hafa „back-up“ kerfi sem hægt er að grípa til þegar
nýrri kerfi detta út af einhverjum sökum.

Sif_Lif_Gna_BaldurSveinsson
Gná, Líf og Sif á Faxaflóa. Mynd Baldur Sveinsson

Aegir_kvedja2009
Starfsmenn hafa ætíð gaman af því að koma saman en hér má sjá sjá mynd
frá kveðjuhófi sem haldið var þegar Kristán Þ. Jónsson skipherra kom úr
sinni síðustu ferð sem skipherra Ægis í maí 2009. Hleypt var af þremur
fallbyssuskotum við komuna og stóðu starfsmenn Landhelgisgæslunnar
heiðursvörð á Faxagarði.  Auk Kristjáns voru tveir aðrir starfsmenn, þeir Benedikt Svavarsson yfirvélstjóri og Hafsteinn Jensson smyrjari að láta af störfum.  Höfðu þeir félagar starfað í hvorki meira né minna en níutíu ár hjá Landhelgisgæslunni.
Mynd JPA

Heimsokn_fra_Raudholi

Á ári hverju fær Landhelgisgæslan tugi heimsókna frá leikskólum, grunnskólum,
tómstundaheimilum, sumarnámskeiðum, framhaldsskólum, heilbrigðis-
starfsmönnum, starfsmönnum löggæslunnar, slökkviliðs og fleiri aðilum
innlendum jafnt sem erlendum. Þökkum við þeim öllum kærlega fyrir komuna.