Neyðarblys sást á lofti - þyrla LHG grennslast fyrir

  • EIR

Föstudagur 15. Janúar 2010

Landhelgisgæslunni og Neyðarlínunni bárust um kl. 14:23 tilkynningar um neyðarblys sem sást í stefnu milli Holtagarða og Úlfarsfells. Eir þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi og fór strax á svæðið til að grennslast fyrir um neyðarblysið. Kom í ljós að neyðarblysinu var skotið upp af landi og var því ekki ástæða til frekari aðgerða.

Ekki gera sér allir grein fyrir að auðvelt er að villast á neyðarblysum og almennum flugeldum. Neyðarblys eru mjög mikilvægt öryggistæki fyrir sjófarendur og utan hins hefðbundna flugeldatímabils þarf að sækja um sérstakt leyfi til að skjóta upp skoteldum.

Myn Axel Jón Birgisson