Hafís við Hornbjarg hefur nánast náð landi - Sást í ískönnunarflugi þyrlu LHG

Sunnudagur 16. janúar 2010

Í gæslu- og ískönnunarflugi Eirar, þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag kom í ljós hafís við Hornbjarg sem nánast náði landi við Hornbjargsvita. Ísinn lá til austurs í áttina að Óðinsboða, talsverður rekís og spangir eru þó fært sé gegnum ísinn með aðgát.

Ísrönd var næst landi: 17,5 sjm. A af Horni. 12,5 sjm. N af Drangaskeri. 16 sjm. NNA af Þaralátursnesi. Einn stakur ísjaki sást í Húnaflóanum á stað : 66°12,7‘N – 21°16,3‘V.

Eitt skip fór í gegn um ísinn meðan flogið var yfir en Landhelgisgæslan varar sjófarendur við aðstæðum og mælir með að fylgst verði með sjávarhita á svæðinu. Talsverð þoka og lélegt skyggni var í fluginu og því ekki gott að gera nákvæma grein fyrir hversu langt ísinn dreifðist. Einnig sást ísinn mjög illa á radar þar sem úrkoman á svæðinu truflaði radarskilyrðin.

Meðfylgjandi eru myndir teknar úr þyrlunni auk þess fylgir kort sem sýnir staðsetningu.

Gasla_og_iskonnun_16._jan_2010_022

Gasla_og_iskonnun_16._jan_2010_026

Gasla_og_iskonnun_16._jan_2010_021

Hafis_fra_Odinsbodasvadinu_ad_Horni

Kort þar sem rauða línan sýnir staðsetningu hafíssins.
Smellið hér til að sjá stærra kort.

Komið var að ísröndinni út af Húnaflóa og henni fylgt til vesturs um eftirtalda staði:

 1. 66°22,7‘N – 21°18,2‘V (Þaðan lá ísröndin í r/v 60°)
 2. 66°23,6‘N – 21°20,8‘V
 3. 66°23,6‘N – 21°27,4‘V
 4. 66°25,5‘N – 21°28,8‘V
 5. 66°26,5‘N – 21°41,9‘V (Þaðan lá ísröndin í norð, norðaustur)

Var ísinn ca 7-9/10 að þéttleika þar sem ísröndin var en stöku smájakar  í ca 1-2 sjm. út frá ísröndinni.

Þegar flogið var frá ísröndinni í átt að Hornbjargi mátti sjá ísdreifar hér og þar á flugleiðinni að Horni. Koma hér staðsetningar  Þar sem ísdreifarnar voru sjáanlegar á flugleiðinni. 

 1. 66°26,7‘N – 21°46,0‘V
 2. 66°26,3‘N – 21°49,6‘V
 3. 66°26,4‘N – 21°52,7‘V
 4. 66°26,8‘N – 21°55,0‘V
 5. 66°26,5‘N – 22°00,7‘V
 6. 66°25,8‘N – 22°00,7‘V
 7. 66°27,5‘N – 22°03,5‘V
 8. 66°27,2‘N – 22°07,4‘V
 9. 66°28,0‘N – 22°11,1‘V
 10. 66°27,0‘N – 22°12,5‘V
 11. 66°26,2‘N – 22°14,0‘V
 12. 66°25,5‘N – 22°14,7‘V
 13. 66°26,6‘N – 22°19,4‘V

Veður: NA 20-35 hnútar og rigning, skýjafar fór stundum niður undir 300ft. Skyggni lélegt.

Myndir Flugdeild LHG