Kafarar og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til við leit í Hvalfirði

Föstudagur 21. janúar 2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:04 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð kafara Landhelgisgæslunnar við leit að manni í Hvalfjarðarbotni . Fóru þrír kafarar til leitar ásamt þremur köfurum frá lögreglunni en án árangurs.

Beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitin barst frá lögreglunni kl.14:05. Var þá Líf að ljúka við æfingu með Slysavarnarskóla sjómanna á Sundunum og hélt inn til lendingar til eldsneytistöku og að sækja þyrlulækni. Fór þyrlan að nýju í loftið kl. 14:45 og hélt beint upp í Hvalfjörð þar sem leit hófst innst í Hvalfjarðarbotni og þar upp af .

Vegna slæms skyggnis og éljagangs lenti þyrlan á bílaplani inn af Botnsskála og beið af sér élið og ráðfærði áhöfnin sig við leitarmenn. Fór Líf aftur í loftið kl. 16:20 enda hafði þá skyggni batnað, hóf aftur leit yfir sjó innst í Hvalfjarðarbotni. Um kl. 16:27 fann Líf lík mannsins. Eftir að lögregla hafði rannsakað málið á vettvangi flutti þyrlan var lík mannsins flutt til Reykjavikur. Lent var við skýli Landhelgisgæslunnar kl.17:16.