Þrjú erlend olíuskip á sama tíma innan lögsögunnar.

  • Oliuskip_Panna

Sunnudagur 24. janúar 2010

Þrjú erlend olíuskip voru innan íslensku efnhagslögsögunnar síðastliðinn föstudag, djúpt S og SA af Íslandi. Reynt var að ná sambandi við skipin og skipstjórar beðnir um að senda upplýsingar um siglingu skipanna meðan þau væru innan íslensku lögsögunnar.

Þegar náðist samband voru tvö skipanna voru þau komin út úr lögsögunni. Þriðja skipið, olíuskipið Panna sendi ekki upplýsingar en breytti um stefnu og sigldi út úr lögsögunni til Fuglafjarðar í Færeyjum. Skipið er 23.304 Brt, 182 metra langt, skráð í Portúgal.

Hlutverk Landhelgisgæslunnar er m.a. að fylgjast með skipaumferð, fá tilskilin gögn og tilkynningar frá skipum sem og að leiðbeina þeim um siglingar, annast gæslu, eftirlit og björgun innan svæðisins. Landhelgisgæslunni er ekki heimilt að banna skipum með óæskilegan varning siglingar utan 12 mílna lögsögunnar meðan þau fara eftir lögum og reglum sem þar gilda. Svæðið er alþjóðlegt hafsvæði og gilda þar reglur hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna.

Mynd olíuskipið Panna; vesseltracker.com