Ægir til hafnar að loknu eftirliti og löggæslu á Íslandsmiðum - farið um borð í tuttugu og tvö skip og báta

  • Agir_a_fullu_eftir_breytingar_i_okt_05_JPA

Fimmtudagur 26. janúar 2010

Varðskipið Ægir kom á þriðjudag til hafnar í Reykjavík en skipið var við eftirlit og löggæslu á Íslandsmiðum fra 7. janúar. Varðskipsmenn fóru í ferðinni til eftirlits í tuttugu og tvö skip og báta þar sem farið var yfir veiðarfæri, afla og réttindi áhafna. Mælingar á afla voru undir viðmiðunarmörkum í sex bátum sem leiddi til fjögurra skyndilokana, einnig voru skipstjórar áminntir í þremur tilfellum þar sem ekki voru haffæris- eða réttindaskírteini um borð auk þess var ein kæra var gefin út þar sem enginn stýrimaður var í áhöfn.

Myndir_vardskipstur_029

Vaðrskipsmenn við fiskveiðieftirlit

Í ferðinni var einnig skipt um öldumælidufl út af Kögri en duflið kom um borð í Ægi með Líf þegar haldin var fyrsta æfing skipsins með HIFR- búnað sem notaður er til eldsneytistöku þyrlu á flugi. Vel gekk að skipta um duflið þrátt fyrir óhagstætt veður og liðu aðeins 10 mínútur frá því að léttbáturinn fór með nýja duflið frá varðskipinu, þar til báturinn kom til baka með gamla hlustunarduflið. Hlustað var eftir sendingum þess og virkaði allt eins og það átti að gera. Meðan á þessu stóð var sem fyrr segir óhagstætt veður, austan 20-30 hnútar, mikil rigning og 2-3 metra ölduhæð. Tveimur dögum síðar var siglt að Seley sem er um 2,5 sjómílur frá mynni Reyðarfjarðar. Þar var skipt um stefnunema í sjálfvirkri veðurstöð við vitann í Seley en veðurstöðin er rekin af Siglingastofnun.  Þokkalegar aðstæður voru  á staðnum og fóru fjórir menn á léttbát frá varðskipinu og voru þeir komnir til baka rétt um klukkustund síðar, höfðu þá lokið við að skipta um nemann. Var þá haft var samband við starfsmenn Siglingastofnunar sem staðfestu að vindstefna væri nú rétt frá stöðinni en rangar upplýsingar höfðu borist í langan tíma.

AegirIMG_1802

Öldumælisduflið kemur um borð með Líf

Ýmsar æfingar og þjálfanir fóru fram í ferð skipsins og má þar nefna nætur- og dagæfingar með þyrlum Landhelgisgæslunnar þar sem m.a. gerðar voru hífingar af skipi, úr björgunarbát og sjó, einnig þar sem þyrla tekur eldsneyti á flugi, verkleg  æfing í  “skipið yfirgefið“  auk reykköfunar- og slökkviæfingar sem fór fram um borð í bát sem var við bryggju á Eskifirði. Í ferðinni notuðu kafarar einnig tækifærið til æfinga m.a. á Aðalvík og í Stórhólma Reyðarfirði.

Er þetta aðeins brot af verkefnum Ægis og má sjá að verkefni varðskipsmanna eru afar fjölbreytt og birtast í hinum ýmsu myndum.