Þyrla kölluð út vegna slyss á Langjökli

  • NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Laugardagur 30. janúar 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 13:00 í dag þegar tilkynning barst frá Neyðarlínunni um að tveir einstaklingar hefðu fallið í sprungu á Langjökli vestanverðum. Einnig voru Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Akranesi, Borgarnesi og höfuðborgarsvæðinu kallaðar út.

Líf fór í loftið kl. 13:30 með undanfara úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, lent var á jöklinum kl. 14:00. Eftir að þyrlan lenti á jöklinum fór hún í að flytja fleiri björgunarsveitarmenn á staðinn. Yfirstjórn með aðgerðum var í höndum lögreglunnar í Borgarnesi.

TF-Eir fór frá Reykjavík um kl. 16:05 með búnað björgunarsveitarmanna til notkunar á slysstað. Lent var rétt við slysstað kl. 16:36 þar sem áhöfn Lífar tók við búnaðinum. Fór Eir strax aftur í loftið og lenti í Reykjavík kl. 17:00.