Margir lögðu leið sína í v/s Óðinn á 50 ára afmæli varðskipsins

Sunnudagur 31. janúar 2010

Í tilefni af 50 ára afmæli varðskipsins Óðins var Sjóminjasafnið við Grandagarð með frítt fyrir alla um borð í skipið og á safnið um helgina. Fyrrverandi Óðinsmenn voru um borð í skipinu og fræddu gesti um lífið um borð. Lögðu fjölmargir leið sína í Grandagarðinn og skoðuðu varðskipið sem á sér langa og merkilega sögu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, Eir, kom við hjá afmælisskipinu og sýnd var björgun úr sjó með aðstoð áhafnar Björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Ásgríms S. Björnssonar. Meðfylgjandi eru myndir frá sýningunni.

KlippurnarJPG
Togvíraklippurnar á neðra þilfari Óðins

Eir_hif_sjo1

Eir_hifsjo3