Þýsk freigáta í Reykjavík - landsleikur við áhöfnina

  • Freigata Meckelnburg-Vorpommern

Þýska freigátan Meckelnburg-Vorpommern kom til Reykjavikur mánudaginn 15. febrúar en hún verður staðsett á Miðbakka meðan á heimsókn til Reykjavíkur stendur en hún er hér á landi í kurteisisheimsókn Freigátan verður opin almenningi þriðjudaginn 16. febrúar og miðvikudaginn 17. febrúar milli kl. 14:00 og 16:00.

Áætluð er heimsókn áhafnar til Landhelgisgæslunnar en einnig var leikinn fótboltaleikur milli starfsmanna Landhelgisgæslunnar og áhafnar skipsins á Valsvellinum Hlíðarenda þriðjudaginn 16. febrúar. Sigruðu Íslendingar þar Þjóðverja 3:2.

Freigata_fotbolti1

Liðin saman eftir leikinn.

Freigata_fotbolti2

Gæslan United

Freigátan Meckelnburg-Vorpommern var smíðuð í Bremen árið 1996 og er 6.275 tonn að stærð. Lengd skipsins er 140 metrar og breitt 16,7 metrar en það ristir 6,8 metra. Meckelnbrg-Vorpommern gengur mest 29 hnúta. Skipið er sérstaklega smiðað til kafbátahernaðar en er einnig notað til loftvarna ef svo ber undir. Í áhöfn eru 199 manns en auk þess er 19 manna flugáhöfn.