Íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Chile heilir á húfi

28. febrúar 2010 kl. 02:10

Þær gleðifregnir voru að berast rétt í þessu að tveir íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Chile eru heilir á húfi og við góða heilsu.

Þeim tókst að komast í örstutt símasamband og láta vita af sér. Þeir eru nú staddir í Concepción og verður nú unnið að því að koma þeim heim til Íslands eins fljótt og verða má.

Jafnframt hafa borist óstaðfestar fregnir af því að varðskipið Þór hafi sýnt krafta sína og styrk og staðið af sér jarðskjálftann.

Þetta eru mikil gleðitíðindi og Landhelgisgæslan hlakkar til að veita þeim köppum hlýjar móttökur við heimkomuna.