Í fyrsta sinn sem þyrla fær eldsneyti á flugi yfir varðskipi Landhelgisgæslunnar

  • HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010

Föstudagur 5. mars 2010

Í gær var þyrlueldsneyti í fyrsta sinn dælt á´Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar meðan hún var á lofti yfir íslensku varðskipi. Slíkt er afar mikilvægt að geta gert þegar verið er í aðgerðum á hafi úti og langt fyrir þyrlu að fara til eldsneytistöku. Gekk æfingin í alla staði vel en undanfarið hafa varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar æft verklag vegna þessa án þess að eldsneyti væri dælt á þyrluna.

Við áfyllinguna er notaður þyrlueldsneytis búnaðar (HIFR) en um borð í varðskipinu geta verið 2500 lítrar eldsneytis. Gengur áfyllingin þannig fyrir sig að þyrla tilkynnir um að hún þurfi á eldsneyti að halda frá skipinu. Áhöfn skipsins gerir klárt fyrir eldsneytis afhendingu með því að taka slöngu upp á þyrluþilfar, er hún lögð niður í buktum og síðan tengd við bakrennsli til eldsneytistanks. Er síðan dælustöðin sett í gang og eldsneytinu hringrásað í 15 mínútur. Er þá allt tilbúið til að taka á móti þyrlunni.

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010
TF-LIF kemur yfir Ægi til eldsneytistöku.

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(1)
Þyrlan kemur yfir skipið á bakborða, halda bæði þyrla og skip stefnu upp í vind.
Sigmaður þyrlunnar Henning Þ. Aðalmundsson kemur niður á þilfar Ægis til að fylgjast með eldsneytistökunni.

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(2)
Sigmaðurinn að koma niður á þilfarið. Óskar Á. Skúlason háseti tekur á móti honum.

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(3)
Óskar ásamt Sævari M. Magnússyni háseta tengja áfyllingar slönguna við spilkrók þyrlunnar .

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(4)
Áhöfn þyrlunar hífir til sín áfyllingar slönguna.

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(5)
Óskar Óskarsson spilmaður tekur á móti slöngunni. Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri heldur vélinni stöðugri yfir á meðan á áfyllingu stendur.

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(6)
Spilmaðurinn, sem jafnframt er flugvirki tengir jarðbindivír við þar til
gerðan punkt í þyrlunni og slönguna við áfyllistút á þyrlunni.

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(7)
Allt tilbúið til að dæla eldsneytinu upp til þyrlunar.Spilmaður gefur merki til
dekkstjóra skipsins að hefja dælingu.

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(8)
Snorre Grail stýrimaður dælir upp eldsneytinu og Óskar og Sævar halda slöngunni til á meðan. Þegar nægt magn er komið á þyrluna gefur spilmaður merki til dekkstjóra um að stöðva dælingu.
HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(9)
Að dælingu lokinni er áfyllistútinn aftengdur og honum slakað niður á þilfar
varðskipsins.

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(10)
Óskar og Sævar taka á móti slöngunni. Slangan og jarðbindivírinn aftengd
frá spilvírnum og lýkur þar með aðgerðinni.

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(11)
Sigmaðurinn hífður aftur upp í þyrluna að dælingu lokinni.

HIFR_afing_med_TF_LIF_04032010_(12)
TF-LIF heldur til annarra starfa með aukið eldsneyti innanborðs.

Myndir og myndtexti Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður.