TF-GNÁ sækir mann með brjóstverk á Grímmannsfell

  • GNA_BaldurSveins

Sunnudagur 11. apríl. 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:58 í dag eftir að tilkynning barst um karlmann um sextugt með mikinn brjóstverk á Grímmannsfell upp af Helgadal í Mosfellssveit. Fór TF-GNÁ í loftið kl. 15:24 og lenti á slysstað kl. 15:35. Lent var við Borgarspítalann í Fossvogi kl. 15:47.

Mynd Baldur Sveinsson