Fundur norrænna sjómælingastofnana í Reykjavík

Þriðjudagur 12. apríl 2010

Fundur norrænna sjómælingastofnana, Nordic Hydrographic Commission (NHC) hófst í morgun á Hótel Reykjavík Centrum. Að samtökunum standa sex norrænar stofnanir sem annast sjómælingar þjóðanna sem þau tilheyra. Þessar þjóðir eru; Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð.

Fyrir hönd Landhelgisgæslunnar sitja fundinn Georg Kr. Lárusson forstjóri sem nú gegnir formennsku samtakanna, Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri, Árni Þór Vésteinsson, deildarstjóri , Níels Bjarki Finsen, verkefnisstjóri rafrænna sjókorta, Sigríður Ragna Sveirrisdóttir landfræðingur auk Gylfa Geirssonar, framkvæmdastjóra. Einnig situr fundinn Robert Ward framkvæmdastjóri Alþjóða sjómælingastofnunin (International Hydrographic Office, IHO. Alls eru 80 ríki aðilar að samtökunum,  af þeim 151 ríkjum heimsins sem hafa strandlengju. Með aðildinni hafa 80 ríki viðurkennt og staðfest mikilvægi sjómælinga sem undirstöðutriði hvað snertir sjóflutninga og annað það er tengist nýtingu og verndun sjávar.Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1921 sem  International Hydrographic Bureau (IHB).

FundurApril2010

Þátttakendur fundarins

Fundur1April2010

Gylfi Geirsson framkvæmdastjóri, Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar,
Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Sjómælingasviðs og Árni Þ. Vésteinsson deildarstjóri sjókortagerðar.

Á fundinum er farið yfir þau mál sem efst eru á baugi innan sjómælinga þjóðanna auk þess sem rædd eru sameiginleg verkefni þeirra. Ábyrgð á sjómælingum og sjókortum á Íslandi bera Sjómælingar Íslands sem rekin er sem sérstakt svið innan Landhelgisgæslu Íslands.  Upphaf Sjómælinga Íslands má rekja til  ársins 1929 er Friðrik Ólafsson hóf störf við sjómælingar. Stór hluti mælinga við Ísland er frá fyrri hluta 20. aldar og er enn mikið verk  óunnið við sjómælingar og uppfærslu á sjókortum.  Þá er á mörgum svæðum, einkum við hafnir og innsiglingaleiðir straumar sem breyta hafsbotninum og því þarf að mæla þar reglulega. Á síðustu árum hefur gífurleg vinna farið í að tölvuvæða eldri mælingagögn sem eru í vörslu Sjómælinga. Þessa mánuðina er því verkefni að ljúka sem mun auðvelda alla framtíðarvinnu.  Má í því sambandi nefna að komur erlendra skemmtiferðaskipa hafa aukist mikið á síðustu árum og eru nýleg sjókort, með nýjum mælingum forsenda þessara siglinga.

Kort_maelingar

Á ofangreindri mynd  má sjá blálitað það svæði sem mælt hefur verið við strendur landsins og eins og sjá má þá eru mjög stór strandsvæði sem eftir er að mæla auk þess sem lítið hefur verið mælt lengra frá ströndinni.  Einnig þarf að endurmæla hluta svæðisins vegna breyttra krafna. 

Fundur2April2010

Fulltrúar The Danish Maritime Safety Administration (DAMSA), Kort & Matrikelstyrelsen (KMS) og Norwegian Hydrographic Service (NHS)

Fundur3April2010

Frá vinstri fulltrúar Finnish Maritime Administration (FMA), Swedish Maritime Administration (SMA) og International Hydrographic Office. Við hlið þeirra Sigríður Ragna Sverrisdóttur landfræðingur, Níels Bjarki Finsen, verkefnisstjóri, Gylfi Geirsson, framkvæmdastjóri og Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar.