Gosið staðsett við hábungu Eyjafjallajökuls - TF-SIF flýgur yfir svæðið með jarðvísindamenn

  • 14042010

Miðvikudagur 14. Apríl 2010 kl. 09:42.

Samkvæmt upplýsingum frá flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er gosið sem hófst í nótt staðsett rétt við hábungu Eyjafjallajökuls. Gosbólstrarnir eru nú komnir í 22 þúsund feta hæð. Öskufall er til austurs, nær að Fimmvörðuhálsi.

Stærð sigdældar virðist vera uþb 1km x 600 mtr.

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flýgur nú yfir gosstöðvarnar með jarðvísindamenn sem afla frekari upplýsinga með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar.

Radar_mynd_af_Eyjafjallajokl14042010i

14042010

Gigopid

Gígopið kl. 09:26.