TF-SIF staðsetur gosið nákvæmlega þrátt fyrir ekkert skyggni - Bylting fyrir viðbragðsaðila

  • 14042010SIFMagnusT

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór í tvö flug yfir gosstöðvarnar í dag. Sá árangur og þær myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð á undraskömmum tíma eru framar öllum vonum.

Er í raun bylting fyrir íslensku þjóðina að eiga tæki sem getur kortlagt og hjálpað viðbragðsaðilum, með alveg nýjum hætti, að vara fólk við yfirvofandi hættum eða hamförum. Jarðvísindamenn sem fengið hafa gögn vélarinnar segja getu hennar sem í draumi og engu líka.

Aðeins TF-SIF hefur yfir þeim tækjum að ráða sem gera vísindamönnum kleift að staðsetja gosstöðvarnar svona nákvæmlega þegar skyggni til gosstöðva er ekkert. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru stoltir af því að hafa unnið að því að undanförnu í samvinnu við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og jarðvísindamenn að kortleggja gossvæðin á Fimmvörðuhálsi og á Eyjafjallajökli.

Hér má sjá nokkrar radarmyndir og upplýsingar sem unnar voru úr eftirlitsbúnaði hennar.

14042010

Kl.0850 er gosmökkur farinn að stíga upp úr skýjahulunni. Þegar komið var austur var enginn mökkur sjáanlegur, svo að ætla má að um kl.0830 hafi gosefnin náð upp á yfirborð jökulsins.

mynd2

Kl.0854 var fyrsta mynd af gosstöðinni tekin á ELTA radar, SPOT SAR. Fyrsta op á gosstöðinni var í vestanverðum aðalgíg Eyjafjallajökuls.

14042010Markarfjot

Vegurinn um Markarfjót, mynd úr radar. Merkingar settar inn að loknum mælingum.

14042010slar_mynd_af_gosinu

Myndir frá Side Looking Radar (SLAR) sem nýtist vel við rannsóknir á landi en
einnig við mengunareftirlit og ískönnun.

mynd7

Kl.1347, gosmökkurinn í um 24-28000 fetum.