Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ kölluð út

  • GNA3_BaldurSveins

Sunnudagur 18. apríl 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út kl. 22:42 í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um sjómann sem féll útbyrðis af togara sem var að veiðum 67 sjómílur SV af Reykjanesi.

Fór þyrlan í loftið kl. 23:18, þegar komið var í loftið barst tilkynning frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um að búið væri að ná manninum um borð og endurlífgun hafin, var þyrlulæknir í sambandi við skipstjóra úr þyrlunni. Komið var að skipinu kl. 00:02, sigu sigmaður og læknir um borð með börur og búnað. Eftir skoðun var maðurinn útskurðaður látinn. Haldið var frá skipinu kl. 00:31 og lent í Reykjavík kl. 01:10.