TF-EIR sækir slasaðan fjallgöngumann á Skarðsheiði

  • EIR

Laugardagur 24. Apríl 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 17:02 í dag eftir að aðstoðarbeiðni barst til stjórnstöðvar frá vakthafandi lækni á Akranesi eftir að fjallgöngumaður hrasaði og meiddist við göngu á Skarðsleiði. Þyrluáhöfn var að ferja TF-GNÁ frá Akureyri til Reykjavíkur þegar útkallið barst.

Flogið var til Reykjavíkur og TF-EIR sótt því hún er með hífingarbúnað sem betur hentaði í verkefnið. Félagi ferðamannsins gaf upp staðsetningu þeirra svo hægt var að fljúga beint á staðinn. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 18:35.

Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Brák, Ok, Heiðar frá Akranesi voru kallaðar út en voru afturkallaðar þegar þyrlan sótti manninn.