Varðskip á leið til aðstoðar portúgölskum togara

  • Agir_a_fullu_eftir_breytingar_i_okt_05_JPA

Föstudagur 30. apríl 2010

Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið til aðstoðar portúgölskum togara sem fékk veiðarfæri í skrúfuna við mörk 200 sjómílna lögsögunnar. Togarinn sem er við úthafskarfaveiðar fékk veiðarfærin í skrúfuna í morgun og var þá leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Munu kafarar varðskipsins freista þess að skera veiðarfærin úr skrúfu togarans.