Köfurum Landhelgisgæslunnar tókst að skera veiðarfæri úr skrúfu portúgalska togarans Coimbra

Laugardagur 1. maí 2010

Þremur köfurum frá varðskipi Landhelgisgæslunnar tókst í dag að skera veiðafæri úr skrúfu portúgalska togarans Coimbra sem staddur er á Reykjaneshrygg eða um 240 sjómílur frá Reykjanesi. Togarinn sem er við úthafskarfaveiðar fékk veiðarfærin í skrúfuna í gærmorgun og var þá leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar.

Aðstæður voru mjög erfiðar vegna sterkrar undiröldu en um klukkustund tók fyrir þrjá kafara að vinna verkið. Á svæðinu er vindátt vest-suðvestanstæð og 8-12 hnútar.

 

Coimbra_A-2204-N,_CUFT_b

Coimbra. Mynd Jón Páll Ásgeirsson.

Coimbra

Mynd fengin af síðunni
http://www.flickr.com/photos/tiagoneves/4190481640/