Skipstjóri dæmdur til að greiða sekt eftir að hafa dregið veiðarfæri yfir fjarskiptastrengi

Skipstjóri dæmdur til að greiða sekt eftir að hafa dregið veiðarfæri yfir fjarskiptastrengi

Mánudagur 12. apríl 2010

Skipstjóri, sem Landhelgisgæslan kærði í aprílbyrjun fyrir að sigla með veiðarfæri yfir neðansjávarstrengi, þarf að greiða 250.000 króna sekt, en sæta 18 daga fangelsi ella samkvæmt viðurlagaákvörðun í Héraðsdómi Reykjavíkur 29. apríl sl.

Samkvæmt 71. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 er bannað er að leggja veiðarfæri sem fest eru í botni eða dregin eftir honum, eða varpa akkeri á svæði sem er mílufjórðungur hvorum megin við fjarskiptastrenginn. Hér er miðað við sjómílur en ein sjómíla er samtals 1852 metrar

Sjá frétt um upphaf málsins á heimasíðu LHG.

K31_DanIce-Greenland_C

Staðsetning sæsímastrengja. Kort Sjómælingasvið LHG