Varðskipið Ægir afhendir ABC Barnahjálp í Senegal vörur sem safnað var á Íslandi - senda innilegar þakkir

  • IMGP1161

Föstudagur 6. maí 2010

Varðskipið Ægir kom til Dakar í Senegal að morgni 4. maí eftir gott ferðalag frá Las Palmas. Eins og komið hefur fram bauð Landhelgisgæslan ABC Barnahjálp að senda ýmsar vörur með skipinu frá Íslandi til Dakar fyrir skóla sem rekinn er af samtökunum. Eftir að lagst var að bryggju í Dakar komu aðilar frá samtökunum um borð og var farið með þá í skoðunarferð um skipið. Með þeim var liðsforingi frá Senegalska sjóhernum sem fylgdist með að allt færi að settum reglum.

Síðar um daginn komu starfsmenn ABC Barnahjálpar með tvo bíla fyrir vörurnar. Hafði áhöfn Ægis orð á að það hefði verið aðdáunarvert að fylgjast með Senegölunum raða í bílana, skilur áhöfnin enn ekki hvernig þeim tókst að koma öllum búnaðinum sem fyllti 20 feta gám fyrir. Áhöfn Ægis losaði gáminn og kom vörunum fyrir á bryggjunni þar sem Senegalarnir tóku við í púslinu eins og áður sagði. Var lokið við að koma öllu fyrir um kl. 2000 um kvöldið og héldu þá mjög ánægðir ABC aðilar til síns heima og var áhöfn Ægis einnig mjög sátt eftir verkefni dagsins.

Barst ABC hjálparstarfi á Íslandi þakkarbréf frá Dakar þar sem Landhelgisgæslunni og þeim sem gáfu hluti til söfnunarinnar er þakkað innilega fyrir stuðninginn. Nánar á heimasíðu ABC barnahjálpar. http://www.abc.is/ABChjalparstarf/VerkefniABC/Senegal/

Sinnir Ægir nú landamæraeftirliti á vegum Frontex, við skilgreind ystu landamæri ESB.

IMGP1018
Þessir Höfrungar, eða Stökklar fyldu okkur eftir góðan tíma

IMGP1019
Þessi flugfiskur var uppi á dekki morguninn sem við komum til hafnar í Dakar.

IMGP1029

Dakar framundan

IMGP1038
Einar H. Valsson skipherra, lóðsinn, Birgir H. Björnsson yfirstýrimaður og Marvin Ingólfsson 2. týrimaður í brúni.

IMGP1042
Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður flaggar íslenska fánanum í fyrsta skipti á íslensku varðskipi í Dakar

IMGP1050
Starfsmenn ABC barnahjálpar og liðsforingi frá sjóhernum koma um borð

IMGP1064
Ægir við bryggju í flotahöfnini í Dakar

IMGP1122
Marvin sýnir starfsmönnum ABC og yfirmanni sjóhersinns skipið á myndinni má líka sjá Tryggva Ólafsson vélstjóra og Einar Valsson skipherra.

IMGP1161
Hluti áhafnarinnar á Ægi með gestunum.
IMGP1165
Liðsforingi sjóhersins og Marvin Ingólfsson 2. stýrimaður

IMGP1180
Fyrsta brettið komið í land fyrir ABC

IMGP1189
Hjólin borin í land.

IMGP1226
Einar Valsson, skipherra og Marvin Ingólfsson, 2. stýrimaður ræðast við á þilfari Ægis.

IMGP1229
Sum hjól sem um borð komu þörfnuðust lítilsháttar aðhlynningar og var þeim veitt hún með bros á vör. Sævar M. Magnússon háseti og Tryggvi Ólafsson vélstjóri pumpa í dekkin á hjólunum.

IMGP1281
Losun á dóti fyrir ABC barnahjálp.

IMGP1300
Losun á dóti fyrir ABC barnahjálp.

IMGP1334
Losun á dóti fyrir ABC barnahjálp.

Myndir áhöfn Ægis.