Franska dráttarskipið Malabar í Reykjavík

  • 27052010Malabar1

Mánudagur 31. maí 2010

Franska skipið Malabar kom til Reykjavíkur fimmtudaginn 27. maí en skipið mun næstu vikur sinna fiskveiðieftirliti á Reykjaneshrygg þar sem um þessar mundir eru stundaðar úthafskarfaveiðar. Eftirlit með veiðum á svæðinum er
skipt á milli aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, NEAFC og er heimsókn skipsins til Íslands venjubundin viðkoma í höfn á slíkri ferð en Malabar er öflugt dráttarskip sem tilheyrir franska sjóhernum.

27052010Malabar1
Philippe Guéna, skipherra Malabar og Fr. Caroline Dumas, sendiherra Frakklands
ásamt Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar og Gylfa Geirssyni, forstöðumanni.

Við komuna til Reykjavíkur kom Philippe Guéna, skipherra Malabar ásamt sendiherra Frakklands á Íslandi Fr. Caroline Dumas til fundar við Georg Kr. Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar, Gylfa Geirsson, forstöðumann, sem hefur annast samskipti við NEAFC fyrir hönd Landhelgisgæslunnar og Halldór Nellet, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs. Einnig fengu fiskveiðieftirlitsmenn Malabar kynningu á starfsemi stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. 

27052010Malabar2
Philippe Guéna, skipherra Malabar afhendir GeorgiKr. Lárussyni forstjóra
Landhelgisgæslunnar skjöld  franska skipsins Malabar.

Malabar er 51 metra langt og er annað tveggja öflugustu dráttarbáta franska sjóhersins. Áhöfnin telur 36 manns en meðal þeirra eru þrír starfsmenn Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), einn frá Englandi, einn frá Litháen og einn frá Frakklandi.

Malabar sinnir einnig öðrum verkefnum en fiskveiðieftirliti og má þar nefna:

- Skipið getur tekið báta í tog, þ.á.m. kafbáta

- Öryggiseftirlit og björgunaraðgerðir á sjó

- Aðgerðir til að koma í veg fyrir mengun

- Eftirlit með skipaumferð, bæði vegna fiskveiða og flutninga

- Kennsla og þjálfun nemenda í sjómennskunámi

Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókn starfsmanna Landhelgisgæslunnar um borð í Malabar.

29052010MalabarIMG_0533
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem heimsóttu Malabar.

29052010MalabarIMG_0538
Ragnheiður Þórólfsdóttir, gjaldkeri, Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs, Harpa Karlsdóttir, fulltrúi, Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur,
Jónas Þorvaldsson, sprengjusérfræðingur og Sigríður Ragna Sverrisdóttir,
landfræðingur.

29052010IMG_0554
Íslenski og franski fáninn.