Mikið um útköll vegna báta sem verða fyrir vélarbilun

  • EIR_MG_5279

Fimmtudagur 4. júní 2010

Landhelgisgæslan óskaði fimm sinnum á síðastliðnum sólarhring eftir aðstoð björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og nærstaddra báta eða þegar bilun kom upp hjá bátum að veiðum eða öryggisbúnaður þeirra missti samband við sjálfvirku tilkynningaskylduna.

Björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Jón Oddgeir var kallaður út kl. 09:28 vegna vélarvana báts 7 sml NNV af Garðskaga. Björgunarbátur SL, Gunnar Friðriksson sótti bát sem var vélarvana 24 sml VNV af Barða, einnig fór Björgunarskip SL, Björg til aðstoðar bát sem var vélarvana 17 sml N-af Hellissandi einnig var björgunarbátur SL á Neskaupstað var kallaður út kl. Kl. 10:00 vegna báts sem hafði dottið úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni S-af Gletting en útkallið var afturkallað þegar báturinn kom inn í kerfið að nýju.

Einnig var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var í æfingaflugi, myndi svipast um eftir bát sem datt úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni NV-af Garðskaga. Var leit hætt þegar báturinn kom að nýju inn í kerfið.

Mynd Marteinn S. Sigurðsson