Einn af kostum mikillar sjósóknar

  • thorskur2

Fimmtudagur 10. júní 2010

Mikill kraftur hefur verið í strandveiðimönnum nú í vikunni en á hádegi á mánudag fóru hvorki meira né minna en 400 bátar samtímis á sjó. Varðstjórar Landhelgisgæslunnar höfðu varla við að afgreiða tilkynningar bátanna sem streymdu út eftir sjómannadaginn. Þegar mest var töldust 943 skip og bátar að veiðum. Nokkuð hefur borið á bátum sem eru illa búnir og lenda þar af leiðandi í ýmsum bilunum. Er þá kallað eftir aðstoð nærstaddra báta, björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar eða varðskips Landhelgisgæslunnar.

Einn af kostum þess að hafa svo mörg skip og báta í einu á sjó er að ekki reynist langt að leita aðstoðar. Mjög ánægjulegt er hversu viljugir sjómenn hafa verið að aðstoða. Ekki fara þó öll tilfellin inn á borð Landhelgisgæslunnar heldur kalla menn eða hringja sín á milli, jafnvel veifa og biðja um hjálp við að komast til hafnar.


Mynd VF