Sjómenn hvattir til að fylgjast vel með ferilvöktunarbúnaði um borð

  • tyr-a-fullu

Sunnudagur 13. júní 2010

Árla sunnudagsmorguns, kl. 05:25 hvarf fiskibátur sem staddur var 5 sml S-af Kolbeinsey úr fjareftirliti Landhelgisgæslunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra náðist ekki samband við bátinn. Varðskip Landhelgisgæslunnar var þá beðið um að stefna á staðinn auk þess sem Björgvin, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út.

Boð bárust að nýju frá bátnum kl. 05:57 með staðsetningu hans. Voru þá aðstoðarbeiðnir afturkallaðar. Skipstjóri bátsins hringdi í Landhelgisgæsluna rúmum 2 klst síðar eða kl. 08:15. Var hann þá harðlega ávítaður. Taldi hann sig vera vel tækum búinn en mannlegi þátturinn hafði farið úrskeiðis hjá honum.

Landhelgisgæslan hvetur sjómenn til að fylgjast með ferilvöktunarbúnaði sínum svo viðbragðsaðila þurfi ekki að kalla út að óþörfu eins og fjöldamörg dæmi eru um að undanförnu.

Mynd Jón Kr. Friðgeirsson