Könnunarleiðangur í Kolbeinsey. Útvörðurinn í norðri.

Mánudagur 14. júní 2010

Nýverið fóru varðskipsmenn af TÝR í könnunarleiðangur í Kolbeinsey þar sem í ljós kom að verulega hefur gengið á skerið að undanförnu, er það ekki svipur á sjón. Tveir kollar með skarði á milli þeirra standa eftir. Svo virðist sem þyrlupallurinn sem steyptur var á milli kollanna sé með öllu horfinn en steypustyrktarjárn fundust í vestari kollinum. Austari parturinn er ca10*11mtr og vestari parturinn er 10*14mtr.

Þegar siglt var að eyjunni á léttabáti kom í ljós að grunnt er við eyjuna og ekki mögulegt að fara á milli partanna þar sem klöpp stendur út úr austari endanum við sjávarmálið.

Áhöfn varðskipsins Óðins og starfsmenn Vita- og Hafnamálastofnunar byggðu þyrlupallinn árið 1989 og hefur eyjan jafnt og þétt minnkað síðan þá. Landhelgisgæslan hefur reglulega fylgst með eyjunni bæði úr skipum og flugförum en undirstöður hennar virðast lengi hafa verið mjög rýrar. Sjá nánar frétt frá 2006. /frettirogutgafa/frettir/nr/212

Kolbey1989_1

Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á Ægi. Bygging þyrlupalls í Kolbeinsey árið 1989. Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á Ægi.

KolbeyDSC_6445

Kolbeinsey júní 2010. Mynd v/s TÝR

KolbeyDSC_6485

Kolbeinsey júní 2010. Mynd v/s TÝR

kolbeinsey_002

Mynd v/s TÝR

kolbeinsey_003
Steypustyrktarjárn fundust í vestari kollinum. Mynd v/s TÝR