Varðskip siglir með þyrlu til Grænlands

Frétt frá varðskipinu Tý.

Fyrir skömmu flutti varðskipið TÝR þyrlu fyrir BlueWest Helicopters (Vesturflug) frá Ísafjarðardjúpi að ísröndinni fyrir utan Scoresbysund. Sigldar voru um 250 sjómílur og af því var um helmingur með ísröndinni, en ísröndinn var um 100 sjómílur frá strönd Grænlands. Svipast var um eftir ísbjörnum á svæðinu, með verðandi borgarstjóra í huga, en án árangurs.

Aðeins er fært fyrir skip að ströndinni á þessum slóðum í um tvo mánuði á ári frá miðjum júli fram í miðjan septenber. Í þetta sinn var næst komist ströndinni inn á flóa í ísnum í 90 sjómílna fjarlægð austur af Scoresbysundi. Þaðan flaug þyrlan frá varðskipinu til Constable Point. Þyrlan mun verða í þjónustu á Grænlandi vegna rannsókna við fyrirhugaða námuvinnslu.

GraenlandthyrlaDSC_6281

Þyrlan lendir um borð.

GraenlandthyrlaDSC_6101

Gert klárt fyrir brottför.

GraenlandthyrlaDSC_6328

Þyrlan heldur inn yfir ísinn.

Myndir v/s Týr