Viðhald á ljósduflum.

  • Vardskip

Föstudagur 18. júní 2010

Á dögunum var varðskipið TÝR í viðhaldsvinnu við ljósdufl í Faxaflóa, Hvalfirði, Hafnarfirði, Skerjafirði, Breiðafirði og Eyjafirði. Ljósduflin voru hreinsuð, sum voru einnig máluð og legufæri yfirfarin. Alls var unnið við 16 ljósdufl, þar af eru 8 stór járndufl sem hafa verið í notkun hér við land síðan í seinni heimsstyrjöldinni, en minni og hentugri dufl úr plast hafa verið að taka við af þeim. Ljósduflin eru ýmist í eigu Siglingastofnunar eða sveitarfélaga. Með í ferðinni voru tveir starfsmenn frá Siglingastofnun Íslands.

Myndir úr vinnu við baujur; Áhöfn TÝR.

Myndir TÝR; Árni Sæberg.

SiglduflDSC_5891
Baujan hífð um borð.


SiglduflIMG_1100Juni2010
Úr lífríki Ægis.

SiglduflDSC_5946Juni2010
Gert klárt.

SiglduflDSC_6024Juni2010
Baujan látin fara.

SiglduflIMG_0762Juni2010
Baujan kominn á flot.