TF-GNA í útkall á Snæfellsnes

  • GNA3_BaldurSveins

Miðvikudagur 30. júní 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 15:25 vegna meðvitundarlausar 18 ára stúlku á Heilsugæslustöðinni á Ólafsvík. Haldinn var símafundur með þyrlulækni og lækni á Heilsugæslustöðinni.

TF-GNA fór i loftið kl. 16:04 og lenti á flugvellinum á Rifi kl. 16:40 þar sem sjúklingur var undirbúinn undir flug og fluttur yfir í þyrlu úr sjúkrabíl sem hafði flutt sjúklinginn þangað. Flugtak frá Rifi kl. 16:49 og lent við Borgarspítala kl. 17:26.

Mynd Baldur Sveinsson.