TF-GNA tekur þátt í leit á Fimmvörðuhálsi

Mánudagur 5. Júlí 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út kl. 00:20 í nótt vegna tveggja manna sem týndir voru á Fimmvörðuhálsi. Óskað var eftir að fjórir undanfarar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu færu með þyrlunni. Fór TF-GNA í loftið kl. 01:06 og var flogið beint austur í Þórsmörk. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk staðsetningu frá björgunarsveitarmönnum kl. 01:24, voru þeir þá komnir með mið á mennina tvo. Lent var hjá björgunarsveitarmönnum kl. 01:46 og undanfarar SL skildir eftir, var áhöfn þyrlunnar þá búin að sjá ljós frá þeim „týndu".

Lent var hjá mönnunum kl. 02:00 á stað: 63°39,283'N/019°30,960'V. Mennirnir tveir voru teknir um borð og virtust þeir við góða heilsu.  Var flogið með þá í Bása. Voru síðan undanfarar SL sóttir og flogið að nýju til Reykjavíkur þar sem lent var kl. 02:55.

Myndir Jón Svavarsson


SAR_050710_JSM7548

Við skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli

SAR_050710_JSM7511

SAR_050710_JSM7517

Búnaði undanfara komið fyrir í þyrlunni.