TF-LIF tók þátt í leit á höfuðborgarsvæðinu

  • Lif1

Laugardagur 10. júlí 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF tók á laugardag þátt í leit á höfuðborgarsvæðinu. Leitin hófst kl. 12:46 en síðast sást til mannsins um kl. 06:00 um morguninn. TF-LIF var á leið í æfingu en ákveðið var að þyrlan myndi leita ströndina frá Valhúsadufli inn að Sundahöfn.

TF-LIF fór í loftið kl. 13:41 og var leitað meðfram ströndinni frá Hafnarfirði að Geldingarnesi til kl. 14:40 en án árangurs. Enginn frekari beiðni kom frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og hélt þyrlan þá til æfinga aftur. Maðurinn fannst síðan um kl. 16:30 heill á húfi.