TF-LIF sækir slasaða konu í hlíðar Esju

Sunnudagur 10. júlí 2010

Landhelgisgæslunni bárust kl.18:13 boð um slasaða konu í miðjum Esjuhlíðum þar sem gönguleiðir mætast. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var þá að koma úr umferðareftirliti í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og átt skammt eftir til Reykjavíkur. Talið var að burður niður hlíðar Esju yrði bæði erfiður og langur og þáðu því björgunaraðilar aðstoð þyrlunnar.

TF-LIF var komin að slysstað kl. 18:30 og seig stýrimaður niður með lykkju. Var konan undirbúin fyrir flutning og síðan hífð upp í þyrluna. Lent var við skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 18:39.