Eftirlit á sundunum í samstarfi við lögregluna

Miðvikudagur 14. júlí 2010

Landhelgisgæslan mun í sumar stunda reglubundið eftirlit á sundunum í nágrenni Reykjavíkur í samstarfi við Ríkislögreglustjóra og lögregluna í Reykjavík.

Í gær var farið til eftirlits á Óðni sem er harðbotna léttbátur Landhelgisgæslunnar. Athuguð voru réttinda- og öryggismál um borð í farþegabátum á svæðinu. Í flestum tilfellum virtust bátarnir vera með sín mál í lagi. Þó komu upp tilfelli þar sem lagfæra þurfti lögskráningarmál, einnig vantaði í áhöfn farþegabáts sem var með 138 farþega um borð, virtist annars allt vera í góðu standi um borð og regla á hlutunum. Einnig kom upp eitt tilfelli þar sem selt var áfengi en báturinn var ekki með vínveitingaleyfi.

Odinn_lettabatur

Léttbátur Landhelgisgæslunnar