TF-LÍF í fimm tíma langt sjúkraflug. Sótti sjúkling 225 sjómílur frá Reykjanesi

Föstudagur 13. ágúst 2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:41 í gærkvöldi aðstoðarbeiðni frá sjóbjörgunarmiðstöðinni í Madrid þar sem óskað var eftir að alvarlega veikur maður yrði sóttur um borð í spánska togarann Esperanza Menduina sem þá var staddur um 280 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.

Eftir að þyrlulæknir ræddi við skipstjóra togarans var ákveðið að sækja sjúklinginn. Þegar flogið er svo langt á haf út er nauðsynlegt að hafa aðra þyrlu tiltæka.Tókst að kalla saman aðra þyrluáhöfn í viðbragðsstöðu. Einnig var TF-FMS, vél Mýflugs fengin til að fara með TF-LÍF til öryggis og aðstoðar.

TF-LíF fór í loftið kl. 21:07. Sökum mikils mótvinds sóttist ferðin hægt, komið var að togaranum kl. 23:45 þegar hann var staddur um 225 sjómílur frá Reykjanesi. Stýrimaður seig niður og undirbjó sjúkling fyrir hífingu. Var hífingu lokið kl. 00:12, var þá haldið beint til Reykjavíkur þar sem lent var kl. 01:58.

Lif1

TF-LÍF