Fjölbreytt verkefni varðskipanna

  • Tyr_a

Fimmtudagur 26. ágúst 2010

Varðskipið Týr kom til hafnar síðastliðinn fimmtudag eftir löggæslu- og eftirlit á Íslandsmiðum frá 3. ágúst. Í ferðinni fóru varðskipsmenn til eftirlits í tólf skip og báta þar sem farið var yfir veiðarfæri, afla og réttindi áhafna. Mælingar á afla voru í einu tilfelli undir viðmiðunarmörkum sem leiddi til skyndilokunar, einnig var skipstjóri áminntur fyrir að vera ekki með haffærisskírteini um borð. Auk þess stuggaði varðskipið við tveimur færeyskum fiskiskipum sem voru fullágeng við umsamda miðlínu milli Íslands og Færeyja.

Í ferðinni tók varðskipið einnig þátt í Fiskideginum mikla á Dalvík dagana 7.- 8. ágúst. Var varðskipið til sýnis fyrir almenning og komu samtals 5112 manns í skoðunarferð um skipið. Einnig kom TF-LÍF á hátíðina og sýndi björgun yfir höfninni. Á laugardagskvöldinu hófst síðan flugeldasýning heimamanna með þremur púðurskotum frá varðskipinu. Að sögn varðskipsmanna mátti heyra á hátíðargestum að þeir væru mjög ánægðir með hlut Landhelgisgæslunnar í hátíðinni. 

Ýmsar æfingar og þjálfanir fóru fram í ferð skipsins og má þar nefna nýliðafræðslu, nætur- og dagæfingar með þyrlum Landhelgisgæslunnar,   verkleg  æfing í  “skipið yfirgefið“  auk reykköfunar- og björgunaræfingar .

Er þetta aðeins brot af verkefnum Týs úr ferðinni og eru verkefni varðskipanna ætíð fjölbreytt og birtast í hinum ýmsu myndum.

DalaRafnJonPall
Farið til eftirlits. Mynd JPA

FiskidagurDalvik1
Fjölmargir komu í skoðunarferð um varðskipið. Myndir JPA

FiskidagurDalvik20102


FiskidagurDalvik20103

FiskidagurDalvik20104
TF-LIF tillir á bryggjunni.

Fiskidagurinn2010_RagnarTorsteinsson
Sýnd björgun úr sjó. Mynd Ragnar Þorsteinsson.

Flotgalli
Nýr litur á flotgalla sem var notaður í æfingu.
Ekki furða að hann sáist sérstaklega vel úr þyrlunni.
Mynd JPA.