Varðskip komið með erlendan togara til hafnar, aðstoðaði skömmu síðar vélarvana bát

Laugardagur 28. Ágúst 2010

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom með erlendan togara til Reykjavíkurhafnar kl. 23 í gærkvöldi en en komið var að togaranum kl. 4 aðfaranótt miðvikudags þar sem hann var vélarvana við Hvarf á Grænlandi. Ferð skipanna sóttist betur en áætlað var vegna hagstæðra veðurskilyrða en áður hafði verið gert ráð fyrir að skipin kæmu til hafnar í dag.

Eftir að varðskipið lagði úr Reykjavíkurhöfn að nýju höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar samband við skipið vegna vélarvana báts sem var staðsettur um 16 sjómílur frá varðskipinu. Fór varðskipið þá til aðstoðar og kl. 04:36 var búið að koma dráttartaug í bátinn og haldið með hann til Hafnarfjarðar.

Polonus

Togarinn tekinn í tog. Mynd TYR.

Polonus2

Mynd TYR

Polonus

Togarinn kominn til hafnar í Reykjavík. Mynd JPA

Fjola29082010
Léttabátur varðskipsins búinn að koma línu yfir í bátinn. Mynd TYR

Fjóla

Fiskibáturinn kominn til Hafnarfjarðar. Mynd JPA.